Ragnhildur, eigandi stofunnar, er fjölbreyttur og eldklár fagmaður. Hún hefur gaman af því að útbúa fallegt hár, hvort sem um: greiðslur, lit eða klippingar er að ræða. Ragnhildur hefur unnið við hárgreiðslu síðan 1996 en hún lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík, árið 2000, og meistaranámi árið 2007. Hún hefur gaman af skotveiðum, mótorhjólum og að prjóna en þó helst öllu í bland.
Sesselja byrjaði að vinna við hárgreiðslu árið 1980. Hún lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík og meistaranámi árið 1985. Sesselju finnst alltaf jafn gaman í vinnunni enda hefur hún verið lengi í faginu. Hún hefur starfað í Reykjavík, á Stuhr í Kaupmannahöfn og í Mosfellsbæ. Einnig hefur hún unnið í líkamsræktargeiranum síðan 1993, bæði hjá Toppformi og WorldClass.
Lífið leikur við Carmen enda vinnur hún við það sem henni finnst skemmtilegt en hún útskrifaðist frá S.C. Igenia S.R.L., í Búkarest, árið 1999. Carmen hefur verið búsett á Íslandi síðan 2006 og hefur náð mjög góðum tökum á íslensku. Henni finnst fátt skemmtilegra en að klippa fólk fallega og breyta útliti þess til hins betra.
Oddvar er hugmyndaríkur og klár. Honum finnst skemmtilegast að lita, breyta og bæta, að nostra við viðskiptavinina og gera vel við þá. Hann hefur verið viðloðinn hárgreiðslu síðan 1998 og er að klára samninginn sinn núna. Oddvar er menntaður ljósmyndari og förðunarfræðingur. Hann er með BA gráðu í myndlist og hefur lengst unnið sjálfstætt í auglýsinga- og leikhúsgeiranum. Endilega kíkið á heimasíðuna hans www.oddvar.com
Telma byrjaði í hárgreiðslunámi í júní árið 2009 en hún nemur við Iðnskólann í Reykjavík. Hún er mjög efnileg og hefur allt það sem þarf til að bera í starfið. Hún er einnig lærður naglasérfræðingur frá Snyrti-Akademíunni í Reykjavík. Telma er vandvirk og sinnir hárgreiðslunáminu af kostgæfni.